top of page
LaufeyOsk_ljosmydari.jpg

Fermingarmyndatökur

Hér getur þú fundið allt um fermingarmyndatökur hjá okkur í Stúdíó Stund. Ég, Laufey Ósk, er ljósmyndarinn ykkar og hjá mér vinna Margrét og Hrefna, sem munu líklega afhenda ykkur myndirnar og vinna þær með mér. Myndatökur í kringum fermingar eru einar af mínum uppáhalds, þar sem þær geta verið svo fjölbreyttar og oft fæ ég að mynda alla fjölskylduna með. 

Það eru nefnilega engar reglur til yfir fermingarmyndatökur og þið getið haft þetta nákvæmlega eins og þið viljið. Vissulega eru til hefðir sem við þekkjum sem hægt er að flétta inn í með myndum sem sína vel ykkar persónuleika. Þessi síða er ágætis upphafspunktur í áttina við að búa til ykkar drauma myndatöku. Næst væri frábært að ýmist hittast eða heyrast í síma til að tala saman um nánara skipulag.

bottom of page