top of page

LAUFEY ÓSK

LJÓSMYNDARI

Laufey_ljosmyndari

Myndatökur eru skemmtilegar og góð upplifun fyrir alla í fjölskyldunni, minningin á bakvið myndirnar skiptir nefnilega líka máli. Myndatökurnar eru samvinnuverkefni á milli mín og fjölskyldunnar þar sem við sköpum myndir saman sem henta ykkur og heimili ykkar best. Allir sem vilja fá að hafa skoðun, börn og fullorðnir, svo úr verða fjölbreyttar og skemmtilegar myndir.

 

Ég hef trú á að góðar myndir hjálpi okkur að finna okkar sjálfsvirði og öryggi. Ég hvet fjölskyldur til að koma með í fermingarmyndatökur. Það er svo gaman að mynda, og gott að eiga á myndum, tengslin og kærleikann sem ríkir í fjölskyldum.

 

Ég hef starfað sem ljósmyndari í fullu starfi frá árinu 2011 og er stolt af því að vera ljósmyndari sem veitir fulla þjónustu, frá undirbúningi að fullbúinni vöru. Mínar áherslur eru helst á fermingar, fjölskyldur og brúðkaup. Ég sel myndir í bókum og albúmum og myndir tilbúnar til að hengja upp á vegg, hvort sem þær eru á striga, í ramma eða á áli. Ég tek oft þátt í að hanna myndaveggi á heimilum. Allar myndir sem eru keyptar hjá mér útprentaðar, í bók eða upp á vegg, fáið þið einnig stafrænar í kaupbæti í hentugri upplausn til að setja á samfélagsmiðla, því ég veit að lífið okkar gerist líka svolítið þar.

Ef þetta er eitthvað sem vekur forvitni þína væri frábært að heyra í þér og við getum spjallað um hvaða hugmyndir þú hefur um ykkar myndir. Hvað langar þig að skapa?

 

- Laufey

Hvaða hugmyndir hefur þú?
Heyrðu í mér í forminu hér fyrir neðan eða;

Tel/sími: (+354) 482-2044

Email: studiostund@studiostund.is

Stúdíó Stund ehf

Austurvegi 9, 2. hæð (Fyrir ofan Íslandsbanka)

800 Selfoss

Iceland

Opnunartímar ;

þriðjudaga til fimmtudaga kl. 11:00 - 15:00

og eftir samkomulagi.

Við tökum passamyndir án tímabókana á opnunartíma.

bottom of page