top of page

FJÖLSKYLDUMYNDIR

Margar af fallegustu myndum sem ég sé fanga tengslin og kærleikann sem ríkir í fjölskyldum. Fjölskyldumyndir eiga að gefa manni góða tilfinningu og rifja upp skemmtilegar minningar. Fjölskyldumyndatökur hjá mér eru samvinnuverkefni á milli mín og fjölskyldunnar þar sem við sköpum saman myndir sem henta ykkur og ykkar heimili best. Allir sem vilja fá að hafa skoðun, börn og fullorðnir, svo úr verða fjölbreyttar og skemmtilegar myndir sem á bakvið eru góðar minningar.

bottom of page